Glærur fyrirlesara

Hér verða birtar glærur þeirra fyrirlesara á ráðstefnunni sem kjósa að birta þær.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, flutti opnunarávarp á ráðstefnunni „Drögum kynjatjöldin frá”. Ræðan var flutt á ensku og er nú aðgengileg á vef ráðuneytisins.

Dr. Elizabeth Ettorre, prófessor emerítus í félagsfræði og félagsmálastefnu við Háskólann í Liverpool og Leverhulme Emeritus styrkþegi, heiðursprófessor við Árósaháskóla og Háskólann í Plymouth á Bretlandi: Women Substance Use And Inclusivity. Opening The Gender Blinds

Dr. Nancy Poole kemur frá Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar er hún forstöðukona Centre of Excellence for Women’s Health og starfar einnig við Hospital and Health Centre. Nancy er virtur alþjóðlegur sérfræðingur með víðtæka reynslu af kynjaðri nálgun á heilsu og fíkn og fjallar hennar erindi um mikilvægi þess að hafa kyn, áföll og réttlæti í brennidepli þegar vímuefnastefna er mótuð: Centering Gender, Trauma and Equity when Designing

Dr. Sarah Morton er lektor við University College Dublin og sérfræðingur í skaðaminnkandi nálgun, konum og heimilisofbeldi og í erindi sínu fjallaði hún um konur, heimilisofbeldi, vímuefnanotkun, áföll og nýbreytni í þekkingu og úrræðum: Women, domestic violence, substance use

Geraldine Mullane og Mary Barry komu frá Cuan Saor, kvennaathvarfi sem nýlega var breytt í anda skaðaminnkunar og er í bænum Clonmel í Tipparary. Þær sögðu okkur frá sínu starfi en nýlega hefur ACE-listinn, matslisti á áhrifum áfalla í æsku á heilsufar, verðir gerður að föstum lið í starfseminni: Change & Challenges; Responding to Substance Use and Trauma in an Irish Domestic Violence Service

Julie Schamp, doktorsnemi og rannsakandi við Háskólann í Ghent í Belgíu, fjallaði um hindranir, úrræði og reynslu af vímuefnameðferð fyrir konur í blandaðri áfengis- og vímuefnaneyslu: Barriers, Facilitators and Experiences in Treating Substance (ab)use among Female Alcohol and Drug Users

Dr. Tina Van Havere, lektor, Háskólanum í Ghent. Tina bar saman áfengis- og vímuefnaneyslu karla og kvenna: Gender differences in population and treatment samples in Belgium

Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, verkefnisstjóri RIKK og ProfCert Konur og vímuefnaneysla, og Ívar Karl Bjarnason, MA kynjafræði kynntu nýjar niðurstöður úr viðtölum við konur um reynslu þeirra af fíknimeðferð. Reynsla kvenna af fíknimeðferð