Opening the (gender) blinds: Towards an Inclusive Gender-Based View of Trauma and Addiction

Opening the (gender) blinds:

Towards an Inclusive Gender-Based View of Trauma and Addiction

Conference Reykjavík

Date: 28 February-1 March 2019

Until recent years, the role and centrality of gender in relation to addiction has been largely under-theorised and overlooked, especially in dominant biomedical and criminal justice models. There is, however, growing recognition of the need to increase awareness and expand our knowledge base of gender issues in studies of addiction, trauma, and treatment. Institutions and agencies such as WHO, UN Women, UNODC, UNICRI, and INCB, as well as the council of Europe and its Co-operation Group to Combat Drug Abuse and Illicit Trafficking in Drugs (“Pompidou Group”), have been focusing on gender-based issues and addiction.

As part of UNICRI’s DAWN project, developed in close collaboration with the UNODC and the WHO, a handbook with instruments and tools to assist the international community in the establishment of gender responsive prevention treatment and recovery programmes was produced in 2015. In the 2016 UNODC World Drug Report, there is a special emphasis on women, recognizing that drug policies disproportionately affect women, and that structural violence against women further marginalizes, victimizes, and disempowers women. It further states that structural changes are necessary in order to adequately support and offer treatment for women. The Report emphasizes that efforts to address global drug problems need to be gender-sensitive and take into account, when designing prevention programmes, treatment interventions, as well as the criminal justice response, the special needs of women with addiction and their severe stigmatization. Continue reading

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Ráðstefna á Hótel Natura, 28. febrúar og 1. mars 2019

Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning um tengsl kyns og fíknar en skort hefur á að mikilvægi kynjamunar hafi verið nægur gaumur gefinn í rannsóknum og skýringalíkönum á fíkn, ekki síst í ráðandi læknisfræðilegum kenningum og afbrotafræði. Viðurkenning á nauðsyn þess að auka þekkingu á mikilvægi kyns þegar fíkn, áföll og meðferðeru rannsökuð fer þó vaxandi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), UN Women, fíkniefna-og afbrotamálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNODC), Millisvæðastofnun Sameinuðu þjóðanna um rannsóknir á afbrotum og viðurlögum (UNICRI), og Alþjóðafíkniefnaráðið (INCB), sem og Pompidou-hópur Evrópuráðsins, sem vinnur gegn misnotkun og smygli á vímuefnum (“Pompidou Group”), hafa beint sjónum að sambandi fíknar og kyns.

Verkefni UNICRI, efling kynbundinna forvarna og meðferðar við vímuefnanotkun (DAWN), sem unnið var árið 2015 í samstarfi við UNODC og WHO, sendi frá sér handbók með verkfærum og leiðbeiningum til að styðja alþjóðasamfélagið í að innleiða forvarnir og meðferð með tilliti til kyns. Í World Drug Report 2016 (UNODC) er sérstök áhersla á konur og mikilvægi þess að viðurkenna að ríkjandi fíknistefna hafi haft neikvæð áhrif á líf kvenna og að kerfislægt ofbeldi gegn konum jaðarsetji þær, auki hættu á að þær lendi í endurteknum brotum og grafi undan tilveru þeirra. Einnig segir að kerfisbreytingar séu nauðsynlegar til að stuðla að því að konur fái réttan stuðning og meðferð við hæfi. Í skýrslu UNODC er lögð áhersla á að tilraunir til að taka á fíknivanda, á alþjóðavísu, þurfi að taka mið af mismunandi þörfum kynjanna. Þá sé nauðsynlegt að huga að sérþörfum kvenna með fíknivanda, og þeim fordómum sem þær verða fyrir, þegar meðferð og önnur úrræði eru sett á fót, einnig úrræði í réttarvörslukerfinu.

Nýlegar rannsóknir benda til þess að skortur sé á meðferðarúrræðum sem sniðin eru að konum með fíknivanda og að einungis fá lönd bjóði upp á fullnægjandi úrræði. Nauðsynlegt er að auka framboð á á slíkum meðferðarúræðum til að ná fram bestu gæðum þegar kemur að heilsu kvenna. Einnig er ljóst að hátt hlutfall kvenna í meðferð við fíknivanda verður bæði fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og að slíkt ofbeldi hefur neikvæðar afleiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu þeirra og kynheilbrigði.

Pompidou-hópurinn hefur verið í fararbroddi í samþættingu jafnréttisstefnu og fíknistefnu í Evrópu. Í ársskýrslu hans, 2015, „Improving the management of violence experienced by women who use psychoactive substances“, er sjónum beint að áhrifum áfalla á líf kvenna og þar segir: „Lífsferill kvenna er varðaður áföllum og ofbeldi sem þær verða fyrir bæði í barnæsku og á fullorðinsárum. Þessar konur eru minnihluti þeirra sem fá þjónustu fagfólks í skaðaminnkunar og fíknigeiranum, vegna þess að meirihluti skjólstæðinganna eru karlar. Meðferð kvenna er oft flóknari þar sem líf þeirra einkennist af óreiðu og þær verða fyrir miklu ofbeldi og áföllum.“

Nancy D. Campbell og Elizabeth Ettorre (í bókinni GenderingAddiction. The Politics of Drug Treatment in a Neurochemical World2011) hafa lýst þróun og sögu fíknimeðferðar fyrir konur þannig að hún einkennist af því sem þær kalla epistemologies of ignorance, sem kalla má á íslensku vanþekkingarfræði. Þær halda því fram að sú meðferð sem konum er allajafna boðin hafi einkennst af viðvarandi þekkingarleysi á viðfangsefninu en jafnframt að skort hafi á vitund um þennan þekkingarskort. Alþjóðleg stefnumótun, sem snýr að vímuefnaforvörnum og bata, er almennt sniðin að karlmönnum og afleiðingin er sú að stefnumótun hefur ekki þjónað þörfum kvenna.  Undanfarin ár hafa þær raddir orðið meira áberandi sem kalla eftir stefnumótun, aðgerðum og þjónustu sem tekur kyn með í reikninginn.

Nú þegar konur með fíknivanda eru orðnar sýnilegar er einnig kominn tími til að útvíkka umræðuna svo að hún nái líka utan um hinsegin fólk. Rannsóknir á fíkn, áföllum og meðferð þurfa að taka mið af kyni í sem víðastri merkingu þess. Því er tímabært að draga kynjatjöldin frá og nýta verkfæri kynjasamþættingar, kynjafræðilegrar aðferðafræði og þekkingar þegar kemur að vinnu með fíkn, hvort sem um er að ræða stefnumótun, meðferð eða rannsóknir. Ef stefnt er að því ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þarf að draga kynjatjöldin alveg frá og vanþekkingin að víkja fyrir upplýsingu og þekkingarsköpun.

Í tvo daga munu fyrirlesarar og fólk úr fræðasamfélagi og mismunandi starfsstéttum, sem koma að meðferð og þjónustu við fólk með fíknivanda, ásamt fólki sem hefur sjálft glímt við fíknivanda, ræða um hin margþættu málefni sem snerta fíkn, áföll og meðferð út frá kynjasjónarhorni. Fjöldi erlendra sérfræðinga og fræðafólks sem er leiðandi um viðfangsefnið á alþjóðavísu mun taka þátt í ráðstefnunni. 

Ráðstefnaner önnur í röð ráðstefna, RIKK, Rótarinnar og samstarfsfélaga, um fíkn og kyn en hin fyrri var haldin í september 2015.

Markmið ráðstefnunnar eru:

 • Að tefla saman norrænum og alþjóðlegum fræðimönnum og fagfólki í fíknigeiranum til að deila þekkingu á tengslum kyns, áfalla og fíknar
 • Að virkja og breikka tengslanet um konur og fíkn
 • Að skipuleggja vinnustofur fyrir fagfólk sem vinnur með konum með fíknivanda

Eftirfarandi  þemu verða til umfjöllunar:

 1. Kynjaðar hindranir í fíknimeðferð (fyrir konur, kynsegin, trans fólk, þolendur kynferðisofbeldis, hinsegin fólk, láglaunar konur, konur í fangelsum o.s.fr.)
 2. Reynsla í fíknimeðferð sem tengist kyni
 3. Áhrif kyns á aðgengi, árangur í meðferð og meðferðarheldni
 4. Sérþarfir kvenna (og jaðarsettra hópa) í meðferð
 5. Ábyrgðarskylda meðferðaraðila gagnvart velferð kvenna í meðferð
 6. Kvennameðferð
 7. Ungar konur og fíkn
 8. Eldri konur og fíkn
 9. Fíkn sem þróunarmálefni
 10. Tengslanet sem vettvangur breytinga