Reiknistofnun rekur WordPress multi site vefumsjónarkerfi á léninu conference.hi.is.  Undir því léni geta háskólaborgarar sett upp vefi fyrir ráðstefnur.  Slóðin að vefnum er á forminu http://conference.hi.is/<ráðstefnunafn>

Í uglu má sækja um uppsetningu ráðstefnuvefs.

Vefir undir conference.hi.is flokkast sem „sérvefir“ og um þá gilda:

  • Almennar reglur reiknistofnunar, sjá http://www.rhi.hi.is/reglur.
  • Ábyrgðarmaður skráir vef undir einhverju af til þess ætluðum lénum og fær aðgang að WordPress vefumsjónarkerfi.
  • Ábyrgðarmaður er ábyrgur fyrir efni vefsins.
  • Vefumsjónarkerfið er miðlægt og rekið af Reiknistofnun.
  • Reiknistofnun sér um val, innsetningu og viðhald íbóta og þema.