Ármann Jakobsson

Writer and Professor at the University of IcelandArmann Jakobsson

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig kennt á framhaldsskólastigi, unnið við DV og var styrkþegi Rannís og starfsmaður Árnastofnunar áður en hann hóf störf við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá sér skáldverkin Fréttir frá mínu landi (2008), Vonarstræti (2008) og Glæsir (2011), kennslubókina Bókmenntir í nýju landi (2009) og fræðibækurnar Í leit að konungi (1997), Staður í nýjum heimi (2002), Tolkien og Hringurinn (2003), Illa fenginn mjöður (2009), Morkinskinna, 2 bindi (2011) og Nine Saga Studies (2013). Einnig hefur hann nýlega sent frá sér bókina Icelandic Literature of the Vikings (2013) og hann hefur ritstýrt greinasöfnum um samfélagsástandið í upphafi 21. aldar, fornaldarsögur, stöðu barna á miðöldum og verk Svövu Jakobsdóttur.

 

Ármann Jakobsson is professor in Early Icelandic Literature at the University of Iceland in Reykjavík. He also taught at a sixth form college, been a critic at a daily newspaper and worked as a research fellow. He has published three novels, a textbook, an edition, seven anthologies and five scholarly monographs in addition to various articles in scholarly journals.